Stefnir peningastefnunefnd á virkari lausafjárstýringu?

Stefnir peningastefnunefnd á virkari lausafjárstýringu?

Í öðrum ríkjum eins og t.d. Noregi og Svíþjóð stunda seðlabankar virka lausafjárstýringu til að hafa áhrif á heildarlausafjárstöðu með það að markmiði að millibankavextir víki ekki of langt frá stýrivöxtum. Að öllu öðru óbreyttu ættu þessar aðgerðir að hafa áhrif á þenslu. Engin hefð er hins vegar fyrir því að beita virkri lausafjárstýringu með t.d. beinum markaðsviðskiptum í þessum tilgangi hér á landi, en í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er m.a. vakin athygli á því að Seðlabankinn hafi á árunum fyrir fall gömlu viðskiptabankanna litið á lausafjárstöðu kerfisins (og þar með hvaða vextir bankans eru virkir hverju sinni) sem ytri stærð – þ.e. utan síns áhrifasviðs.

Í eftirfylgnisskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að Seðlabankinn sé sammála sjóðnum um að stunda virkari lausafjárstýringu með það að markmiði að hækka millibankavexti og þannig draga úr verðbólguhraða. Við teljum að bein markaðsviðskipti séu ein raunhæfasta leiðin til að hafa áhrif til hækkunar vaxta á markaði og að Seðlabankinn ætti að íhuga þann kost gaumgæfulega.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Lausafjarstyring_20130816.pdf