Spáum 0,4% verðbólgu í ágúst og Kjarasamningar: 1% launahækkun leiðir til 0,15-0,2% hækkunar VNV

Spáum 0,4% verðbólgu í ágúst og Kjarasamningar: 1% launahækkun leiðir til 0,15-0,2% hækkunar VNV

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,4% í ágúst og því fari tólf mánaða verðbólga úr 3,8% í 4,4% sem þýðir að verðbólga fer yfir vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands. Helstu áhrifaþættir í spánni til hækkunar VNV eru útsöluáhrif þar sem útsölur líða undir lok í ágúst og september ár hvert, húsnæðisliðurinn þar sem bæði kostnaður við eigin húsnæði og greidd húsaleiga hækka milli mánaða, og hækkandi matarverð. Á móti lækkar eldsneyti í verði vegna 2% styrkingar krónunnar milli mælinga og þá merkjum við lækkun í flugfargjöldum.

Líkt og áður hefur verið nefnt þá er gerð kjarasamninga framundan en samningar frá 21. janúar síðastliðnum eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Niðurstöður samninganna verða að teljast einn veigamesti áhrifaþátturinn varðandi þróun verðbólgu í haust. Í okkar spálíkani myndi 1% launahækkun hafa um 0,15-0,2% áhrif til hækkunar VNV næstu þrjá mánuði eftir að hækkanirnar taka gildi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá teljum að svigrúm til verulegrar launahækkana sé takmarkað og það sé afar ólíklegt að Seðlabankinn haldi að sér höndum og leyfi slíkum hækkunum að ganga yfir án þess að beita vaxtahækkunum á móti.

 

Sjá umfjöllun í heild sinni: verdbolguspa_19082013F.pdf