Hvernig koma hráolíuverðshækkanir fram í innlendu eldsneytisverði?

Hvernig koma hráolíuverðshækkanir fram í innlendu eldsneytisverði?

Margir fylgjast náið með breytingum í eldsneytisverði og þarf engan að undra, enda er hlutur eldsneytis í neyslu heimilanna töluverður. Þannig nam rekstur bifreiða um 11% af neyslu heimila árið 2012, og má eigna eldsneyti stóran hluta af þeim útgjöldum. Miklar hækkanir eldsneytisverðs geta þannig skert neyslumöguleika heimilanna á öðrum vörum. Þá vegur eldsneyti þungt í vísitölu neysluverðs (VNV).

Í grófum dráttum má segja að eldsneytisverð samanstandi af þremur þáttum: sköttum, hráolíuverði og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Frá aldamótum hefur lítraverð á hráolíu, mælt í dollurum, hækkað um 315% að nafnvirði og lítraverð hreinsaðrar olíu um 317%. Þá hefur krónan veikst mikið gagnvart dollara, sérstaklega frá árinu 2008. Þar að auki hafa verið umtalsverðar nafnverðshækkanir á sköttum og gjöldum af eldsneyti. Allt hefur þetta lagst á eitt við að hækka innlent eldsneytisverð.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Hravoruverdsleki.pdf