Verðlag hækkaði um 0,34% í ágúst

Verðlag hækkaði um 0,34% í ágúst

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,34% í ágúst og fer því tólf mánaða verðbólga úr 3,8% í 4,3%. Við höfðum spáð 0,36% (0,4% námundað) hækkun en aðrir greiningaraðilar höfðu spáð hækkun á bilinu 0,2% til 0,3%. Fyrir utan útsöluáhrifin eru það matur og drykkur, og húsnæðisliðurinn sem drífa áfram hækkunina að þessu sinni. Það sem af er ári hefur húsnæðisliðurinn, sem einstakur undirliður, haft mest áhrif til aukningar verðbólgu. Frávik í spá okkar skýrist einkum af því að húsnæðisliðurinn hækkaði minna en við höfðum gert ráð fyrir og flugfargjöld lækkuðu meira en við höfðum spáð.

Nýbirt gildi VNV breytir ekki skoðun okkar frá því fyrr í mánuðinum um að framundan sé tímabil mestu hækkunar verðlags síðan árið 2009. Við spáum talsverðri verðbólgu út árið og gangi bráðabirgðaspá okkar eftir verður tólf mánaða verðbólga í lok árs 4,7%. Þetta þýðir að við spáum 4,2% verðbólgu á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 4,0% spá Seðlabankans í PM2013/3, og 4,6% bólgu á fjórða fjórðungi, samanborið við 4,1% spá Seðlabankans.

Sjá umfjöllun í heild sinni: verdbolga_August2013.pdf