Hálfs árs uppgjör Íbúðalánasjóðs: Áfram erfitt og hvað er framundan

Hálfs árs uppgjör Íbúðalánasjóðs: Áfram erfitt og hvað er framundan

Á mánudaginn birti Íbúðalánasjóður (ÍLS) uppgjör sitt fyrir fyrri helming ársins 2013. Það er fátt nýtt en það jákvæða í uppgjörinu er að vaxtamunur sjóðsins eykst miðað við sama tímabil í fyrra vegna minni verðbólgu en að öðru leyti er rekstur sjóðsins áfram erfiður og háður stuðningi yfirvalda þar sem eigið fé sjóðsins er undir lágmarkskröfu. Mikil óvissa ríkir um hvað núverandi ríkisstjórn ætlar sér varðandi framtíð sjóðsins en við teljum ríkissjóð í stakk búinn að takast á við vandann.

Samkvæmt síðustu Markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins er ábyrgð ríkisins vegna ÍLS metin á 940 ma.kr. Ef notast er við fordæmi frá árinu 2005 þar sem afborganir og vextir Lánasjóðs landbúnaðarins færðust með teknum lánum ríkissjóðs þá þarf að hafa í huga að ráðherra sjóðsins var heimilt að selja allar eignir sjóðsins, enda var sjóðurinn með einfalda ríkisábyrgð, en allskostar óvíst er hvort slíkt verði gert í tilviki ÍLS. En ef sá hátturinn verður hafður á að gengið verður fyrst að eignum ÍLS (þær seldar) og ef gert er ráð fyrir að útlánasafn ÍLS sé í raun 777 ma.kr. virði þá stendur eftir að ríkssjóður þurfi að fjármagna mismuninn eða 170 ma.kr. með útgáfu ríkisbréfa – sem þurfa ekki endilega að vera verðtryggð og geta verið uppgreiðanleg.

 

Sjá umfjöllun í heild sinni: 1H2013_uppgjor_ILS.pdf