Minnkandi svigrúm lífeyrissjóða til hlutabréfa fjárfestinga

Minnkandi svigrúm lífeyrissjóða til hlutabréfa fjárfestinga

Lífeyrissjóðirnir eru fyrirferðamestu fjárfestar á innlendum hlutabréfamarkaði en greiningardeild fjallaði í Markaðspunkti sínum í byrjun sumars um stærstu hluthafa íslenska hlutabréfamarkaðarins. Þar kom fram að lífeyrissjóðirnir eiga beint a.m.k. 30% af markaðsvirði þeirra 10 hlutafélaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar.

Eftir að innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna þurrkaðist nánast út árið 2008 hafa þeir smám saman verið að auka við innlenda hlutabréfaeign sína á ný og þá sér í lagi það sem af er yfirstandandi ári. Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna hefur aukist meira sem hlutfall af hreinni eign til greiðslu lífeyris á fyrstu sjö mánuðum ársins heldur en hún gerði allt árið 2012 og er nú í fyrsta skipti í fimm ár komin yfir 10% af hreinni eign sjóðanna.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Lifeyrissjodir.pdf