Verðbólga og atvinnuleysi á krepputímum

Verðbólga og atvinnuleysi á krepputímum

Atvinnuleysi og verðbólga eru hagstærðir sem bera oft á góma, sér í lagi þegar illa árar. Á krepputímum hefur verðbólga þá tilhneigingu að fara lækkandi sökum vaxandi atvinnuleysis en þegar atvinnuleysi er mikið eru margir um hvert laust starf og launakröfum því stillt í hóf og jafnvel lækkaðar. Þannig getur aukið atvinnuleysi dregið niður verðbólgu. Þá veldur atvinnuleysi því að fólk hefur minna á milli handanna og þurfa því fyrirtæki að halda verði stöðugu, jafnvel lækka það í einhverjum tilfellum, til losa um birgðir.

Ef litið er til síðustu þriggja samdráttarskeiða í íslensku efnahagslífi er ljóst að þróun verðbólgu og atvinnuleysis hér landi er eftir bókinni þ.e. verðbólga dregst saman á meðan atvinnuleysi eykst. Áhugavert er að bera saman fjármálakreppuna árið 2008 við efnahagsþrengingar áranna 1988-1992 en sá samanburður bendir til þess að sambandið á milli atvinnuleysis og verðbólgu, gjarnan nefnt Phillips-kúrfan, hafi veikst. Þannig jókst atvinnuleysi mun meira í síðustu kreppu en áður, um 5,8 prósentustig samanborið við 2,3, en þrátt fyrir það féll verðbólga aðeins um 5,3 prósentustig, en 7,9 prósentustig á árunum 1988-1992.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Krepputimar.pdf