Vaxtagreiðslur erlendra aðila staldra við

Vaxtagreiðslur erlendra aðila staldra við

Samkvæmt okkar útreikningum fóru erlendir aðilar með tæplega 14 ma.kr. á gjaldeyrismarkað af þeim 21,5 ma.kr. vöxtum sem féllu þeim í skaut og því nokkuð ljóst að erlendum aðilum hefur ekki legið mikið á að komast úr landi.

Það er ekki algilt að gengi krónunnar veikist nálægt gjalddögum né að velta á millibankamarkaði samsvari vaxtagreiðslunum. Þannig sýnir þróunin í maí í fyrra og í febrúar síðastliðnum að gengi krónunnar stóð í stað eða styrktist nálægt gjalddögunum. Öðru máli gegnir um maí í ár, og október og ágúst í fyrra þar sem gengi krónunnar veiktist umtalsvert fyrir og eftir gjalddagann.

Frá ársbyrjun 2012 hefur krónueign erlendra aðila farið samfellt lækkandi eða um 1% að meðaltali á mánuði. Það sem vekur athygli er að þrátt fyrir að heildarstaðan hafi minnkað um 83 ma.kr. á þessum tíma þá hefur staða þeirra í ríkisbréfum þvert á móti aukist um 2 ma.kr. Samdrátturinn stafar því af lækkun í innstæðum og íbúðabréfum.

Ef horft er til nýlegra gjalddaga vaxta sem fara yfir 1,5 ma.kr. þá sýna tölur frá Lánamálum ríkisins, fyrir sama mánuð og vaxtagreiðslur falla til, að erlendir aðilar leituðu að miklu leyti í ríkisbréfaflokkinn RIKB 19 0226 sem ber hæstu vextina en jafnframt í stystu flokkana og verðtryggða flokkinn RIKS 21 0414.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 24092013Vg_til_erl.pdf