Ekki áhrifalaust að lækka skuldir ríkissjóðs

Ekki áhrifalaust að lækka skuldir ríkissjóðs

Ríkissjóður Íslands skuldar samtals tæplega 1.500 ma.kr. eða sem samsvarar tæpum 90% af vergri landsframleiðslu Íslands. Þó svo skuldastaða ríkissjóðs sé ekkert skelfileg í samanburði við mörg þau ríki sem við berum okkur saman við, er skuldastaðan alvarleg t.d. í ljósi þess að ríkissjóður Íslands greiðir jú hærri vexti en ríkissjóðir flestra samanburðarlandanna og erlendir aðilar eiga stóran hluta skuldanna sem setur þrýsting á gengi krónunnar. Í öllu falli myndu flestir þegnar ríkisins kjósa að gjöldum þeirra til ríkisins væri varið í önnur þjóðþrifamál en afborganir og vexti. Því er greiningardeild sammála en það er hins vegar nokkuð vandasamt að lækka skuldir ríkisjóðs að nafnverði þar sem lækkun ríkisskulda stuðlar að lækkun ávöxtunakröfu á markaði og þar með hækkun eignaverðs með mögulegum verðbólguáhrifum – sem í sjálfu sér er betri valkostur heldur en að reka ríkissjóð með viðvarandi halla.

 

Sjá umfjöllun í heild sinni.300913_Lækkun skulda ríkissjóðs.pdf