Vaxtaákvörðun 2. október: Spáum óbreyttum vöxtum... aftur

Vaxtaákvörðun 2. október: Spáum óbreyttum vöxtum... aftur

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur nú haldið vöxtum bankans óbreyttum sex fundi í röð. Við teljum ekki að hagþróun frá síðasta fundi nefndarinnar í ágúst gefi henni tilefni til þess að bregðast við með breytingu stýrivaxta bankans, jafnvel þótt þjóðhagsreikningar á öðrum fjórðungi hafi farið fram úr spám hans líkt og fjallað er um að neðan, og því haldi nefndin vöxtum óbreyttum sjöunda fundinn í röð.

Það er raunar okkar mat að nefndin mætti gefa skýrari leiðsögn um lögun vaxtaferilsins horft fram á veginn. Þrátt fyrir það hafa yfirlýsingar nefndarinnar verið gagnsæjar að því leytinu til að hún hefur tiltekið eins konar gikki (e. triggers) sem gætu kallað á endurskoðun vaxtastefnunnar, þótt enn skorti töluvert upp á að virkni gikkjanna sé skýrð nánar.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Stýrivaxtaákvörðun.pdf