Efnahagsbati á Íslandi í alþjóðlegum samanburði

Efnahagsbati á Íslandi í alþjóðlegum samanburði

Í hlutfalli við stærð hagkerfisins var bankahrunið á Íslandi eitt það stærsta í fjármálasögunni og samdrátturinn sem því fylgdi mikill í alþjóðlegum samanburði. Efnahagsbati íslenska hagkerfisins hefur verið hægur, hægari en á fyrri bataskeiðum, enda var áfallið stórt og fallið hátt.

Þrátt fyrir hægan bata þá er vöxturinn í hagkerfinu góður í alþjóðlegum samanburði en frá upphafi árs 2011 hefur meðalhagvöxtur á Íslandi verið nokkuð meiri en hjá helstu viðskiptalöndum okkar, að Bandaríkjunum undanskildum. Þá má merkja kröftugan bata á vinnumarkaði, og nokkuð meiri en í öðrum löndum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Efnahagsbati.pdf