Óbreyttir stýrivextir og skýrari tónn

Óbreyttir stýrivextir og skýrari tónn

Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu óbreyttir áfram og er niðurstaðan í takti við væntingar greiningaraðila. Eins og við fjölluðum um í stýrivaxtaspá okkar, þá hefur okkur þótt sem tónninn á Kalkofnsveginum hafi verið að harðna töluvert á undanförnum vikum í aðdraganda kjarasamningsgerðarinnar, og greinilegt að hún verður í kastljósinu horft fram á veginn.

Eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund þá gagnrýndum við peningastefnunefnd fyrir að vera ekki skýrari í yfirlýsingu sinni um hvers sé að vænta ef forsendur Seðlabankans gengu eftir um launahækkanir sem voru í ósamræmi við verðbólgumarkmið bankans. Í nýbirtri yfirlýsingu nefndarinnar eru hins vegar skilaboðin skýr – nefndin mun bregðast við með vaxtahækkun. Raunar mátti lesa úr fundargerð nefndarinnar eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund og í greinagerðinni sem Seðlabankinn skilaði til stjórnvalda að sá vaxtaferill sem lagður væri til grundvallar fæli í sér spá bankans um hækkun vaxta. Með yfirlýsingu nú er því verið að undirstrika viðbrögð nefndarinnar þannig að enginn vafi leiki á því.

Sjá umfjöllun í heild sinni: vaxtaákvörðun 021013.pdf