Fjárlagafrumvarp 2014: Loksins hallalaust, en tæpast byltingarkennt

Fjárlagafrumvarp 2014: Loksins hallalaust, en tæpast byltingarkennt

Það kemur okkur skemmtilega á óvart að fjárlagafrumvarpið 2014 geri ráð fyrir að hallalausum ríkisrekstri verði náð á næsta ári, en fjárlögin kveða á um 0,5 ma. afgang á rekstrargrunni. Gangi fjárlagafrumvarpið eftir verður afgangurinn reyndar mun minni en lagt var upp með í ritinu Ríkisbúskapurinn 2013-2016 (útgefið í september 2012), en þar var áætlað að hann yrði 17,8 ma.

Ríkisstjórnin ætlar augljóslega að beita sér fyrir því að ná jafnvægi á ríkisfjármálum og stöðva skuldasöfnun sem við teljum afar jákvætt og nauðsynlegt. Fyrstu skref eru stigin við skattalækkanir í hinu nýja frumvarpi – en skrefin eru smá og tæpast í fullu samræmi við væntingar sem kosningaloforð annars stjórnarflokksins gáfu tilefni til. Við teljum að væntingar hafi verið um að gengið yrði lengra til að koma hjólum atvinnulífsins í gang, ekki síst í gegnum ívilnanir í skattkerfinu. Við teljum að boðaðar aðgerðir á næsta ári muni ekki skipta sköpum um efnahagshorfurnar, eða þær ýti verulega undir fjárfestingu miðað við það sem ella hefði orðið.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Fjarlagafrumvarp 2014.pdf