Verðbólguspá fyrir október

Verðbólguspá fyrir október

Greiningardeild spáir 0,5% verðbólgu í október og gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan mælast 4,15% samanborið við 3,9% í september. Þann 1. október sl. hækkaði heildsöluverð á mjólk og mjókurafurðum um 3,1% og koma áhrifin nú fram. Við gerum jafnframt ráð fyrir frekari verðhækkunaráhrifum vegna fasteigna ásamt því sem við teljum að flugfargjöld muni hækka eftir að hafa lækkað nú þrjá mánuði samfleytt. Þá hefur eldsneytisverð áhrif til lækkunar að þessu sinni.

 

Sjá nánar.verðbólguspá fyrir október.pdf