Hversu erfið er aðlögun fjármála hins opinbera?

Hversu erfið er aðlögun fjármála hins opinbera?

Ljóst er að mörg ríki, Ísland þar á meðal, standa frammi fyrir krefjandi verkefnum á komandi árum, svo sem að draga úr skuldsetningu hins opinbera og tryggja sjálfbærni í opinberum fjármálum. Í nýrri skýrslu frá AGS  er lagt mat á það hversu erfið slík aðlögun ríkisfjármála mun verða, bæði hjá íslenska ríkinu sem og öðrum sambærilegum ríkjum. Í fyrsta lagi er lagt mat á hversu erfitt er að ná ákveðnum frumjöfnuði yfir ákveðið tímabil og í öðru lagi hversu erfitt er að viðhalda þeim frumjöfnuði yfir ákveðið tímabil til að ná fram varanlegri lækkun skulda.

Samkvæmt niðurstöðunum ætti Ísland ekki að eiga í miklum erfiðleikum við aðlögunina á frumjöfnuði á næstu 7 árum, en 2,8% aðlögun samsvarar 0,25 í uppsöfnuðum líkum, eða m.ö.o. það eru 75% líkur á því að aðlögunin verði jafnfvel meiri en 2,8%  af vergri landsframleiðslu. Aftur á móti mun það reynast þrautinni þyngri að viðhalda 4,2% afgangi á frumjöfnuði í tíu ár, eða sem nemur 0,74 í uppsöfnuðum líkum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að hér er eingöngu horft til brúttó skuldastöðu landsins en þá eru eignir þar á bakvið, nettó skuldastaða Íslands er því ekki svo slæm í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir að Ísland sé kannski ekki í sérstaklega öfundsverðri stöðu út frá þessum samanburði þá eru önnur lönd sem eiga erfiðara verk fyrir höndum s.s. Japan, Írland og Spánn en það kemur að sjálfu sér ekki á óvart í ljósi gríðarlegrar skuldsetningar þeirra.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Aðlögun fjármála.pdf