Kjarasamningarnir 2011: Víti til varnaðar?

Kjarasamningarnir 2011: Víti til varnaðar?

Kjarasamningar eru á næsta leiti en samningar frá 21. janúar síðastliðnum eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Niðurstöður samninganna munu hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun á komandi misserum, þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar. Áður en gengið er að samningsborðum er ágætt að staldra við og líta til baka á samningana árið 2011, hvaða áhrif þeir höfðu á efnahagslífið og hver raunverulegur ábati launafólks var.

Kjarasamningarnir árið 2011 höfðu háleit markmið og áttu að blása til sóknar í atvinnulífinu. Samningarnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfullar miðað við þær efnahagslegu aðstæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir. Í stað þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með. Því er nauðsynlegt að í komandi kjarasamningum taki samningsaðilar tillt til þess hvaða áhrif samningsgerðin mun hafa á verðlag, verðbólguvæntingar, vaxtastig og þróun vinnumarkaðar.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Kjarasamningar.pdf