Vaxtaákvörðun 6. nóvember: Óhreyfðir gikkir og óbreyttir vextir

Vaxtaákvörðun 6. nóvember: Óhreyfðir gikkir og óbreyttir vextir

Markaðir eru hættir að fá fiðring í magann fyrir vaxtaákvörðunarfundum peningastefnunefndar Seðlabankans, enda hefur nefndin haldið vöxtum óbreyttum sjö fundi í röð. Ekkert útlit er fyrir að hún muni bregða út af vananum á fundi sínum í næstu viku, því fátt hefur gerst frá síðasta fundi sem kallar á viðbrögð peningastefnunnar.

Nefndin tilgreinir eins konar gikki eða þröskulda sem kallað geta á breytingu í peningastefnunni. Eru megingikkirnir tveir, þ.e. ríkisfjármálastefnan og kjarasamningar. Ekkert er komið í ljós um hvernig aðilar vinnumarkaðarins koma til með að semja sín á milli, enda kjarasamningar ekki lausir fyrr en undir lok nóvember. Það væri ótímabært að bregðast við gikknum áður en aðilar vinnumarkaðarins taka í hann. Þá virðist lítil þörf á vaxtahækkunum ef fjárlögin komast í gegnum þingið réttu megin við núllið.

Ákaflega fátt hefur gerst í efnahagslífinu frá síðasta fundi sem ætti að leiða til þess að Seðlabankinn skipti um kúrs, hvað þá að peningastefnunefnd hækki vexti. Þar vegur þyngst síðasta verðbólgumæling sem sýndi ársverðbólgu komna niður í 3,6% frá 3,9% mánuðinn áður.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Stýrivaxtaákvörðun.pdf