Af Seðlabankabréfinu, peningaprentun og ríkisrekstri

Af Seðlabankabréfinu, peningaprentun og ríkisrekstri

Einn helsti sparnaðarliðurinn í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er fólginn í því að endurskoða skilmála 175 ma. skuldabréfs sem gefið var út til styrkingar eiginfjárstöðu Seðlabankans eftir tap bankans af veðlánum árið 2008, en lagt er til að bréfið verði gert vaxtalaust og lengt til 20 ára. Í frumvarpinu kemur fram að aðgerðin muni lækka vaxtagjöld ríkissjóðs um 10,7 ma. kr., en jafnframt er fyrirséð er að verðmæti bréfsins muni snarminnka vegna hennar.

Sumir hafa gagnrýnt að aðgerðin nái ekki fram neinum raunverulegum sparnaði, þar sem Seðlabankinn sé að fullu í eigu ríkisins – m.ö.o. sé aðeins um tilflutning á fjármunum úr einum vasa ríkisins í annan að ræða. Á móti hefur fjármálaráðherra bent á að Seðlabankinn hafi byggt upp sterka eiginfjárstöðu og þurfi lítt á greiðslum af bréfinu að halda.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Seðlabankabréf.pdf