Áratugur til ársins 2007

Áratugur til ársins 2007

Tekjur landsmanna eiga enn langt í land með að ná svipuðum hæðum og á árunum fyrir hrun. Þetta má lesa út úr grein Páls Kolbeins í Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra, sem út kom í síðasta mánuði. Greinin byggir á samandregnum upplýsingum úr framtölum einstaklinga fyrir árin 2004 – 2012. Samanlagður tekju- og útsvarsstofn einstaklinga var 932 ma.kr. á síðasta ári og jókst um 2,1% milli ára. Fjöldi framteljenda tekjuskatts var 239.631 og samsvarar þetta því 3.888 þús.kr. á hvern framteljanda sem er raunstækkun útsvarsstofns á hvern íbúa upp á 1,2%. Við eigum þó enn langt í land með að ná sömu tekjum og þegar þær voru  hæstar árið 2007 en samdráttur tekjuskattstofns milli 2007 og 2012 var 14% að raunvirði.

Lesa meira: 07112013_Áratugur til ársins 2007.pdf