Spáum 0,2% verðbólgu í nóvember

Spáum 0,2% verðbólgu í nóvember

Greiningardeild spáir 0,2% verðbólgu í nóvember. Gangi spáin eftir kemur ársverðbólga til með að mælast 3,5% og lækkar úr 3,6% milli mánaða. Við gerum ráð fyrir því húsnæðiskostnaður og flugfargjöld verki til hækkunar að þessu sinni (en flugliðurinn hefur lækkað fjóra mánuði samfleytt), auk þess sem við gerum ráð fyrir þeim möguleika að einhver fyrirtæki séu hafin að brynja sig fyrir áhrifum kjarasamninga – þótt áhrifin séu tiltölulega lítil í spá okkar. Árstíðabundin áhrif og gengisáhrif eru svo til engin, enda gengisvísitala krónunnar haldið sig um eða undir 220 stigum undanfarna mánuði.

Að öllu töldu sjáum við ekki fram á hröðun verðbólgu á næstu mánuðum, heldur spáum við því að hún gangi niður með smávegis sveiflum. Lítill verðbólguþrýstingur er erlendis frá, en verð á bensíni hefur lækkað og framvirkt verð á mörgum hrávörum er niðurhallandi. Ef fram fer sem horfir gæti verðbólga verið komin niður við 3% í febrúar á næsta ári. Matið er þó háð verulegri óvissu, sem öðru fremur er bundin við innlenda efnahagsþróun; kjarasamninga og gengi krónunnar.

Sjá umfjöllun í heild sinni: VerðbólguspáNóvember.pdf