Til upprifjunar fyrir fimmtudag

Til upprifjunar fyrir fimmtudag

Óhætt er að segja að töluverð eftirvænting ríki vegna væntanlegra tillagna sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Samkvæmt fjölmiðlum er líklega von á tillögunum á fimmtudag en verðbréfamarkaðir undanfarna daga hafa borið með sér að fjárfestar hafa ólíkar skoðanir á því hvers sé að vænta og hvaða áhrif ólíkar tillögur kunna að hafa. Í þessum Markaðspunkti rifjum við upp hvað býr að baki og hvaða verk sérfræðingunum var falið að inna af hendi.

Sjá nánar: 26112013_Til upprifjunar fyrir fimmtudag.pdf