Skuldaniðurfellingin: Hvað fæ ég?

Skuldaniðurfellingin: Hvað fæ ég?

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðaáætlun sína um höfuðstólslækkun húsnæðislána 30. nóvember sl. Aðgerðin er tvíþætt, annars vegar er um að ræða beina niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattaívilnun séreignarlífeyrissparnaðar til að greiða inn á húsnæðislán. Talið er að heildarumfang leiðréttingarinnar sé í kringum 150 ma.kr. sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil, þar af nema beinar höfuðstólsleiðréttingar 80 ma.kr. en uppgreiðslur með séreignasparnaði 70 ma.kr. Gangi tímarammi ríkisstjórnarinnar eftir má búast við því að greiðslubyrði fasteignalána lækki samtals um 3,9 ma.kr. um mitt ár 2014. Vegur þar þyngst bein niðurfelling höfuðstóls en eftir því sem lengra líður eykst vægi séreignarlífeyrissparnaðar. Heildarlækkun á greiðslubyrði fer þannig stighækkandi fram til ársins 2017 en það ár er lækkunin metin á 10,5 ma.kr., eða 1,2% af einkaneyslu síðasta árs.

Fyrir almenning skiptir heildarlækkun á greiðslubyrði allra húsnæðislána kannski ekki svo miklu máli, heldur fremur spurningin er eflaust brennur á flestum: Hvað fæ ég? Áætlað er að hámarksfjárhæð niðurfærslu á heimili verði 4 m.kr. og munu því heimili er tóku 20 m.kr. lán eða hærra árið 2005 verða fyrir skerðingu vegna hámarksins. Hámarkið mun aftur á móti ekki hafa áhrif á heimili er tóku lægri lán og mun niðurfærslan því lækka hlutfall skulda þeirra um 13%.

Sjá umfjöllun heild sinni: Skuldaniðurfelling.pdf