Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Það teljast tæpast fréttir, en við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum á miðvikudaginn. Gangi spáin eftir hafa vextir staðið óhreyfðir allt árið 2013.

Eigi að síður væri frekar tilefni til vaxtabreytinga nú en oft áður, enda hefur ýmislegt dregið til tíðinda frá síðasta fundi nefndarinnar; t.d. hefur sérfræðinganefnd um skuldamál heimilanna skilað af sér niðurstöðum og þjóðhagsreikningar fyrir þriðja ársfjórðung verið birtir. Aðrar efnahagsstærðir hafa tekið minni breytingum; verðbólga er til að mynda á svipuðum slóðum og í síðasta mánuði og krónan hefur varla haggast, þrátt fyrir að bankinn hafi keypt sem samsvarar andvirði milljarðs króna í erlendri mynt á gjaldeyrismarkaði í mánuðinum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Stýrivaxtaákvörðun.pdf