Horfur á fasteignamarkaði til 2015

Horfur á fasteignamarkaði til 2015

Greiningardeild kynnti horfur á fasteignamarkaði til ársins 2015 á morgunfundi í dag, en samhliða kynningunni gefur deildin út árlega skýrslu sína um fasteignamarkaðinn undir heitinu Vorleysingar eftir frostavetur.

Í skýrslunni er spáð 14% hækkun á verði íbúðarhúsnæðis næstu tvö árin eða sem samsvarar 7 til 8 prósenta verðhækkun á hvoru ári fyrir sig. Aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti og fólksfjölgun munu halda áfram að þrýsta á verð íbúðarhúsnæðis. Við teljum að fjölbýli muni hækka meira í verði en sérbýli og reiknum með að hverfisálag miðsvæðis hækki lítillega þar til leiguverð eða markaðsverð skapa ótvíræðan hvata til nýbygginga. Í kjölfarið kemur mikið skipulagt byggingamagn nærri kjarna höfuðborgarsvæðisins til með að tempra hverfisálagið miðsvæðis, og hægja tekur á verðhækkunum.

Hægt er að nálgast efni frá fundinum og skýrsluna í heild á tenglunum hér fyrir neðan:

Vorleysingar eftir frostavetur-skýrsla

Vorleysingar eftir frostavetur-kynning

Þegar maður á lífsblóm-kynning