Spáum 0,4% hækkun verðlags í desember

Spáum 0,4% hækkun verðlags í desember

Greiningardeild spáir 0,4% hækkun verðlags í desember. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólga úr 3,7% í 4,0%. Aukning ársverðbólgunnar stafar þó ekki af óvenjumikilli hækkun verðlags milli mánaða, heldur því hve sérkennileg desembermæling verðbólgunnar var á síðasta ári. Þá hækkaði verðlag aðeins um 0,06%, þvert á spá greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir 0,3-0,4% hækkun.
Það þarf ekki að tíunda höfuðverkinn sem flugliðurinn hefur valdið greiningaraðilum við verðbólguspágerð undanfarin ár, en breytingar á flugliðnum hafa reynst nokkuð slembnar. Þar sem hann hafði lækkað fjóra mánuði í röð áður en hann hækkaði lítillega í síðasta mánuði teljum við hann eiga inni lítilsháttar hækkun, eða um rúmt 0,1%, en það er jafnframt í takti við þróun liðarins í desember flest undanfarin ár.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Verðbólguspá_Desember.pdf