Mótvægisaðgerð Seðlabankans - Grýla loksins vöknuð

Mótvægisaðgerð Seðlabankans - Grýla loksins vöknuð

Tilkynning Seðlabankans í gær um sölu á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) eru stór tíðindi fyrir íslenska eignamarkaði. Hvernig og hvenær undið verður ofan ESÍ getur ráðið miklu um framboð fjárfestingarkosta og lausafjár á markaði og þ.a.l. vaxtastig og verðbólgu á Íslandi.

Í grófum dráttum þá stendur til hjá ESÍ að selja á næstu fimm árum samtals um 100 ma.kr. af verðtryggðum, sértryggðum skuldabréfum, eða fyrir að meðaltali 20 ma.kr. á ári. Þessi fjárhæð samsvarar nokkurn veginn áætlaðri lánsfjárþörf ríkissjóðs á næsta ári (17 ma.kr.) og næstum upp á krónu árlegri lækkun skulda heimilanna vegna skuldaleiðréttingaráforma stjórnvalda næstu fjögur ár. Þá er heildarfjárhæðin lítið eitt minni en áætluð fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna og um helmingur af kröfum fjármálafyrirtækja á Seðlabankann (innstæður banka hjá SÍ).

Sjá umfjöllun í heild sinni: Mótvægisaðgerð Seðlabankans.pdf