Verðlag hækkaði um 0,53% í desember

Verðlag hækkaði um 0,53% í desember

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,53% í desember frá fyrri mánuði, sem er nokkuð umfram spár greiningaraðila er lágu á bilinu 0,3-0,4% hækkun. Mælist tólf mánaða verðbólga nú 4,2% samanborið við 3,7% í nóvember. Það sem drífur hækkunina áfram að þessu sinni er húsnæðisliðurinn og flugliðurinn en lækkun í verði á fötum og skóm vegur á móti. Frávik í spá okkar skýrist einkum af því að húsnæðisliðurinn hækkaði meira en við höfðum gert ráð fyrir en framlag hans til hækkunar VNV nam 0,22% samanborið við 0,07% í okkar spá.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 201213_Verðbólga_des.pdf