Spáum 0,3% lækkun verðlags í janúar

Spáum 0,3% lækkun verðlags í janúar

Greiningardeild spáir 0,3% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) í janúar og gangi spá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 3,5% samanborið við 4,2% í desember. Lægri verðbólga skýrist af minni áhrifum af ýmsum gjaldskrárhækkunum um liðin áramót en komu fram áramótin 2012/2013. Einnig lækka aðrir liðir s.s. eldsneytisverð sem ýtir undir hjöðnun verðbólgunnar. Að þessu sinni er þó erfitt að spá fyrir um hver endanleg áhrif skatta- og gjaldskrárhækkana verða þar sem stjórnvöld hafa heitið því að lækka eldsneytisgjöld og eftir atvikum önnur gjöld til að styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga. Einnig hefur fjármálaráðherra beint því til ráðherra í ríkisstjórn að þeir hafi eftirlit með því að stofnanir sem undir þá heyra skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Verðbólga_Jan.pdf