Spáum milljónasta ferðamanninum árið 2015

Spáum milljónasta ferðamanninum árið 2015

Árið 2013 var það besta í sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Aldrei hafa fleiri sótt landið heim, eða rúmlega 780 þúsund manns um Keflavíkurflugvöll samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en talningin nær til um 96% erlendra gesta (aðrir koma um aðra flugvelli, með Norrænu og öðrum skipum). Fjölgun ferðamanna frá árinu 2010 er einsdæmi á jafnskömmum tíma síðan talningar á ferðamönnum hófust, en fjölgun þeirra nemur 70% frá árinu 2010.

Stóra spurningin er sú hvort þessi þróun geti haldið áfram. Að okkar mati eru öll púsl á sínum stað fyrir kröftugan vöxt á komandi árum. Við teljum að ferðamenn verði um 909 þúsund á árinu 2014, milljónasti ferðamaðurinn komi síðan til landsins í desember árið 2015, en þeir verði um 1.007 þúsund það árið og fjölgi svo í 1.093 þúsund árið 2016.

Sjá nánar: 240114_Ferðamannaspá.pdf