Verðlag lækkaði um 0,72% í janúar

Verðlag lækkaði um 0,72% í janúar

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,72% í janúar frá fyrri mánuði, sem er þó nokkuð umfram spár greiningaraðila sem lágu á bilinu 0,3-0,5% til lækkunar og umfram mælingar Hagstofunnar í mánuðinum síðastliðin ár. Mælist tólf mánaða verðbólga nú 3,1% samanborið við 4,2% í desember. Að jafnaði vega útsöluáhrifin þyngst til lækkunar í janúar en einnig koma til hóflegar gjaldskrárhækkanir og lítil hækkun í verði á mat og drykkjarvörum. Frávik frá spá okkar skýrist þó einkum af því að flugfargjöld og eldsneyti lækka meira en við höfðum gert ráð fyrir, en flugfargjöld höfðu 0,21% áhrif til lækkunar á vísitölu neyslyverðs (VNV) og eldsneyti 0,14%. Einnig voru hækkanir á öðrum liðum hóflegri en við þorðum að vona og sumir liðir lækka s.s. sjónvörp, tölvur, blöð, bækur ofl.

Sjá nánar: 280114_Verðbólga_Jan_Mæling.pdf