Eru líkur á „greiðslufalli" Íbúðalánasjóðs?

Eru líkur á „greiðslufalli" Íbúðalánasjóðs?

Eftir að yfirmenn Íbúðalánasjóðs og stjórnvöld hófu fyrst að ræða um möguleikann á því að íbúðabréfum yrði skilmálabreytt til að bregðast við vanda sjóðsins (eða gáfu að öðru leyti í skyn að ríkisábyrgð sjóðsins fæli ekki endilega í sér tryggingu um óbreytt greiðsluflæði af bréfunum) hefur verið merkjanlegt álag á kröfu bréfanna umfram verðtryggð ríkisbréf (RIKS21). Þetta álag hefur náð nokkrum stöðugleika á milli 40-60 punkta síðan um mitt síðasta ár.

En er álagið orðið of hátt, er það of lágt eða kannski hæfilegt? Hvað þýðir álag af þessari stærðargráðu annars? Einfaldasta leiðin til að fá tilfinningu fyrir þýðingu álagsins er að hlutbinda það með einhverjum hætti; ljá því merkingu sem hægt er að taka afstöðu til.

Sjá nánar: 050214_ÍLS álag.pdf