Spáum óbreyttum vöxtum og bitastæðri yfirlýsingu

Spáum óbreyttum vöxtum og bitastæðri yfirlýsingu

Þrátt fyrir að dregið hafi til tíðinda í mörgum þáttum efnahagslífsins frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar gerum við ráð fyrir því að nefndin haldi vöxtum óbreyttum á fundi sínum 12. febrúar. Jafnvel þótt verðbólga hafi mælst nokkuð lægri í janúar en greiningaraðilar bjuggust við og horfur séu á frekari hjöðnun verðbólgunnar í febrúar teljum við nær útilokað að það nægi eitt og sér til þess að kalla á lækkun vaxta strax á næsta fundi. Til viðbótar hefur nefndin í seinni tíð nýtt yfirlýsingar sínar til þess að veita skýra leiðsögn út á fjármálamarkaði, svo breytingar á vaxtastefnunni komi ekki eins og kanínur upp úr hatti. Það væri því nýmæli ef nefndin tæki upp á því að lækka vexti öllum að óvörum eftir að hafa veitt leiðsögn um „þéttara taumhald“ á síðasta fundi.

Sjá nánar 070214_Stýrivextir.pdf