Hver verður stefnan í ríkisfjármálum?

Hver verður stefnan í ríkisfjármálum?

Fram kemur í nýlegri yfirlýsingu peningastefnunefndar að horfur séu á meiri vexti innlendrar eftirspurnar, sem mun að óbreyttu krefjast þess að taumhald peningastefnunnar verði hert. Enn fremur tilgreinir nefndin að þar skipti máli hvaða stefnu verði fylgt í ríkisfjármálum á komandi árum. Sú staða sem komin er upp er vissulega þekkt í hagsögunni þar sem reynir á samspil ríkisfjármála og peningamálastefnu. Þá er mikilvægt að báðir aðilar rói í sömu átt en viss tilhneiging hefur verið til þess að ríkisfjármálin styðji ekki við peningamálastefnu Seðlabankans og hefur það gjarnan leitt af sér verðbólguskeið. Það er því áhugavert að skoða horfur í ríkisfjármálum og hverjar áskoranirnar eru framundan. Þar má helst nefna að skort hefur aga við framkvæmd fjárlaga sem dregið hefur úr trúverðugleika ríkisfjármálastefnunnar og hins vegar stendur ríkið frammi fyrir áskorunum til styttri og lengri tíma sem kalla á að ríkisfjármálin séu tekin föstum tökum.

Sjá nánar 130214_Stefnan í ríkisfjármál.pdf