Spáum 0,7% hækkun verðlags í febrúar

Spáum 0,7% hækkun verðlags í febrúar

Greiningadeild spáir 0,7% hækkun á vísitöluneysluverðs (VNV) í febrúar. Þar vegur þyngst að útsöluáhrif munu ganga til baka og hafa 0,5% áhrif til hækkunar á vísitöluna. Einnig gerum við ráð fyrir að húsnæðisliðurinn hafi hófleg áhrif til hækkunar í mánuðinum og jafnframt  er áætlað að matur og drykkjarvörur hækki. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 2,2% samanborið við 3,1% í janúar og er árshækkunin því komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans í fyrsta sinn síðan í mars 2011. Sú mikla lækkun sem verður á árstakti verðbólgunnar skýrist af þeirri miklu hækkun sem kom fram í febrúar í fyrra en þá hækkaði vísitalan um 1,64%. Sú mæling dettur út og í stað áætlum við hóflegri hækkun sem nemur 0,7% hækkun eins og áður var nefnt.

Sjá nánar 200214_Verðbólga_Feb.pdf