Verðlag hækkaði um 0,67% í febrúar

Verðlag hækkaði um 0,67% í febrúar

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,67% í febrúar, sem er nokkuð í takt við spár greiningaraðila sem lágu á bilinu 0,7-0,8% til hækkunar. Hækkunin er hófleg samanborið við mælingar í febrúar síðastliðin ár og hefur ekki mælst jafn lítil hækkun í mánuðinum síðan árið 2009. Mælist tólf mánaða verðbólga nú 2,1% samanborið við 3,1% í janúar. Útsöluáhrifin vega þyngst til hækkunar í febrúar en einnig koma til hækkanir á flugfargjöldum og bensíni. Aðrir liðir standa í stað eða lækka og má því segja að fyrir utan útsöluáhrifin, sem ganga að jafnaði til baka í mánuðinum, séu lítil merki um verðbólguþrýsting um þessar mundir. Þótt mælingin sé í takt við okkar spá má telja til tíðinda að matur og drykkjarvörur lækkuðu um 0,11% öfugt við það sem við spáðum. Að sama skapi lækkaði húsnæðisliðurinn um 0,07% en við spáðum hækkandi húsnæðisverði. Aðrir liðir sem hækkuðu voru minni liðir s.s. rekstur ökutækja og tómstundir og menning sem hækkuðu um 0,09% og voru umfram okkar spá.

Sjá nánar 270214_Verðbólga_Feb_Mæling.pdf