Hvaða áhrif hefur evru-dollar krossinn á gengi krónunnar?

Hvaða áhrif hefur evru-dollar krossinn á gengi krónunnar?

Þótt Seðlabanki Íslands eigi auðvelt með að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði með kaupum og sölu á gjaldeyri og hafa þannig áhrif á gengi krónunnar mælt í t.d. evru eða viðskiptaveginni myntkörfu, þá er eitt sem fellur algjörlega utan hans áhrifasviðs: Nefnilega hlutfallslegt verð erlendra mynta. Ef öfl á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum verðleggja evruna 37% hærra en dollarinn, eins og nú lætur nærri (EUR/USD = 1,37), þá er engin leið fyrir íslenska viðskiptavaka með gjaldeyri að verðleggja gjaldmiðlana tvo á annan máta. Þótt íslenski Seðlabankinn geti þannig heitið því að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evru eða viðskiptaveginni myntkörfu, þá getur hann ekki komið í veg fyrir sveiflur sem hljótast af innbyrðis breytingum erlendra gjaldmiðla – einfaldlega því hann hefur enga burði til að hafa áhrif á verðlagningu gjaldmiðla á borð við evru og dollars á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Sjá nánar 030314_EURUSD og krónan.pdf