Spáum 0,4% hækkun verðlags í mars

Spáum 0,4% hækkun verðlags í mars

Við spáum 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í mars sem þýðir að tólf mánaða verðbólga mun mælast 2,3% ef satt reynist. Lítill verðbólguþrýstingur er um þessar mundir en líklegt er að útsöluáhrifin gangi til baka og verði veigamesti þátturinn til hækkunar á verðbólgu í mars. Krónan hefur haldið áfram að styrkjast frá síðustu verðbólgumælingu og hefur gengisvísitalan farið undir 206 í mánuðinum en það hefur ekki gerst síðan í desember árið 2010. Þó verður að taka fram að krónan er nú á svipuðum slóðum og á haustmánuðum 2012 og vormánuðum 2013. Það verður því áhugavert að fylgjast með gengisþróuninni næstu mánuði þar sem gjaldeyristekjur fara að öllum líkindum vaxandi með fjölgun ferðamanna yfir vor- og sumarmánuði. Bráðabirgðaspá greiningardeildar fyrir komandi mánuði bendir til þess að 0,3% hækkun VNV verði í apríl, 0,3% hækkun í maí og 0,4% hækkun í júní. Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 2,7% í júní. Spáin gerir því ráð fyrir að verðbólgan verði vel innan þolmarka verðbólguviðmiðs Seðlabankans (2,5% verðbólga +/- 1,5 prósentur) næstu mánuði.

Sjá umfjöllun í heild sinni