Óbreyttir vextir en mýkri tónn

Óbreyttir vextir en mýkri tónn

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum í vikunni, en það var í takti við spár greiningaraðila. Heilt yfir finnst okkur tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar vera mýkri en í febrúar. Í yfirlýsingunni er tekið fram að verðbólga hafi gengið hraðar niður en spáð var og að verðbólguhorfur til skamms tíma hafi skánað, þrýstingur af launakostnaði sé minni en áður var talið (sennilega vegna endurskoðunar gagna eða framleiðnimats aftur í tímann), auk þess sem verðbólguvæntingar hafa gengið niður. Engu að síður telur nefndin að enn séu horfur á aukinni verðbólgu síðar á spátímabilinu, og því teljum við fjarri því öruggt að vaxtalækkun sé á næsta leyti, þótt möguleikinn sé nefndur á nafn í yfirlýsingu nefndarinnar. Í Markaðspunktum að þessu sinni er fjallað nánar um vaxtaákvörðunina, horfurnar um vaxtaákvarðanir framundan og annað sem vakti athygli Greiningardeildar á vaxtaákvörðunarfundi gærdagsins.

Sjá nánar 200314_Vaxtaákvörðun_Seðlabankans.pdf