Verðlag hækkaði um 0,24% í mars

Verðlag hækkaði um 0,24% í mars

Við höfðum spáð 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) milli mánaða en spár greiningaraðila hljómuðu upp á 0,1-0,4% hækkun. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,2% og hækkar því lítillega úr 2,1% frá því í febrúar. Frávik í spá okkar skýrist að mestu leyti af lækkun eldsneytisverðs sem hafði 0,12% áhrif til lækkunar á VNV, en við gerðum ráð fyrir að liðurinn stæði í stað. Jafnframt voru aðrar hækkanir sem við gerðum ráð fyrir, s.s. tómstundir og menning, hóflegri en við áætluðum að þessu sinni. Uppfærð bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði felur í sér að VNV hækkar um 0,3% í apríl, 0,2% í maí og 0,3% í júní. Ef sú spá raungerist mun ársverðbólga mælast 2,3% í júní nk.

Sjá nánar 140314_Verðbólga_Mars_Mæling.pdf