Hvað getur Ísland haldið jákvæðum viðskiptajöfnuði lengi?

Hvað getur Ísland haldið jákvæðum viðskiptajöfnuði lengi?

Það var ákaflega ánægjulegt að sjá tölur um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins á árinu 2013, en þær benda til þess að töluvert meiri viðnámsþróttur sé í viðskiptum þjóðarbúsins við útlönd en margir hafa þorað að vona. Íslenska hagkerfið hefur nú skilað afgangi af undirliggjandi viðskiptajöfnuði1 fimm ár í röð sem nemur í heildina tæplega fimmtungi af landsframleiðslu síðasta árs, en afgangurinn fór vaxandi í fyrra eftir að hafa veikst nokkuð á árunum 2011 og 2012 í takti við versnandi viðskiptakjör.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Viðskiptajöfnuður.pdf