Hvert leitar höfuðstóll RIKB 14 á vormánuðum?

Hvert leitar höfuðstóll RIKB 14 á vormánuðum?

Óverðtryggði ríkisbréfaflokkurinn RIKB 14 0314 (RIKB 14) féll á gjalddaga um miðjan mars mánuð en hann var að mestu í eigu erlendra aðila. Höfuðstóllinn nam um 24 mö.kr. að nafnvirði, að frátöldum verðbréfalánum, og þurfa erlendir eigendur RIKB 14 að koma um 22 mö.kr. af þeirri fjárhæð í aðra ávöxtun. Við teljum líklegt að þeir verði áfram stórir eigendur ríkisbréfa á styttri enda vaxtarófsins en erfitt er að spá fyrir um að hve miklu leyti þeir bæti við stöðu sína í millilöngum og lengri ríkisbréfum. Ef horft er til þess hver þróunin var í kjölfar gjalddaga RIKB 13, þar sem erlendir aðilar endurfjárfestu höfuðstólnum að stórum hluta í óverðtryggðum ríkisbréfum, má leiða líkur að því að hluti af höfuðstól RIKB 14 leiti ofar á vaxtarrófið.

Sjá nánar 020414_Hvert fara erlendir aðilar.pdf