Manstu eftir verðbólgudraugnum?

Manstu eftir verðbólgudraugnum?

Undanfarin 20 ár hafa einkennst af lágri verðbólgu á Íslandi. Þessi fullyrðing hljómar vissulega undarlega en frá marsmánuði 1994 hefur 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs (ársverðbólga) þó aðeins verið 4,7% að meðaltali. Það er langur vegur frá þeirri rúmlega 15% verðbólgu sem að meðaltali hefur ríkt frá árinu 1940 en lengra aftur í tímann nær gagnaröð Hagstofunnar ekki. Af ýmsum efnahags- og pólitískum ástæðum sem ekki verða tíunduð hér hefur alist upp kynslóð sem lítur á hækkun verðlags, um segjum fjórðung milli ára, sem fráleita, óásættanlega og nánast óhugsandi – forsendubrest. Mögulega er ungt fólk orðið of værukært gagnvart verðbólgunni og hugsanlega er eldri kynslóðin haldin ólæknandi verðbólguþráhyggju. Í öllu falli er ljóst að kynslóðirnar hafa upplifað ólíka tíma í verðlagsmálum. Í Greiningardeild Arion banka er t.d. bæði fólk sem ólst upp við teikningar Sigmunds af verðbólgudraugnum að skelfa almenning og svo fólki sem „veit ekki hvað þið eruð að tala um“. Getur verið að enn eigi eftir að vaxa upp kynslóð á Íslandi með heilbrigt viðhorf til verðlagsmála?

Sjá umfjöllun í heild sinni: Manstu eftir verðbólgudraugnum.pdf