Skuldalækkun fyrirtækja og heimila – er lokaspretturinn framundan?

Skuldalækkun fyrirtækja og heimila – er lokaspretturinn framundan?

Í ársbyrjun 2010 gaf McKinsey Global Institute út ítarlega skýrslu um afleiðingar fjármálakreppunnar sem skall á haustið 2008 og hvaða lærdóm mætti draga af hagsögunni. Í ljós kom að síðastliðna öld hafa átt sér stað um 45 tímabil þar sem skuldsetning hefur orðið dragbítur á hagvöxt ýmissa landa og hefur það gjarnan leitt af sér leiðréttingu á skuldum fyrirtækja, heimila og/eða hins opinbera. Slík leiðréttingartímabil koma oftar en ekki í kjölfar fjármálakreppa og á það við í um 32 af 45 tilvikum. Færa má rök fyrir því að endurskipulagning á skuldum einkaaðila gegni mikilvægu hlutverki í endurreisn efnahagslífsins í kjölfar fjármálakreppa og spáði McKinsey því árið 2010 að hagvöxtur næstu 5-7 ár myndi ráðast af því hve vel gengi að draga úr skuldsetningu. Áhugavert er að skoða hver árangur Íslands er í þessum efnum og hvaða lærdóm má draga frá hagsögunni.

Sjá nánar 100414_Skuldalækkun fyrirtækja og heimila.pdf