Spáum 0,3% hækkun á verðlagi í apríl

Spáum 0,3% hækkun á verðlagi í apríl

Við spáum því að verðlag hækki um 0,3% í apríl mánuði. Samkvæmt spánni mun ársverðbólga í kjölfarið standa í 2,3% og hækkar því lítillega milli mánaða eða um 0,1 prósentustig enda nam hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í sama mánuði í fyrra einungis 0,2%. Verðbólgan verður því áfram undir eða nálægt verðbólguviðmiði Seðlabankans og eru horfur á að svo verði áfram næstu mánuði. Bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði gerir ráð fyrir 0,2% hækkun í maí, 0,3% hækkun í júní og 0,3% lækkun í júlí þegar sumarútsölur hefjast. Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 2,3% í júlí.

Sjá nánar 110414_Verðbólga_Apríl.pdf