Nægir að lengja í Landsbankabréfinu

Nægir að lengja í Landsbankabréfinu

Afgangur af viðskiptum Íslands við útlönd er lykilstærð þegar kemur að afnámi hafta, enda nemur viðskiptaafgangurinn þeim gjaldeyri sem þjóðarbúið aflar til þess að bæta erlenda eignastöðu þjóðarbúsins, t.d. með niðurgreiðslu skulda. Greiningardeild spáir því að afgangur af viðskiptum við útlönd fari þverrandi á komandi árum. Við teljum hinsvegar að það muni ekki gerast fyrirvaralaust, heldur gæti afgangurinn dregist saman hægt og bítandi yfir lengri tíma. Við teljum afar litlar líkur á því að viðskiptaafgangurinn snúist í halla í nánustu framtíð, enda væri það úr takti við reynslu erlendra ríkja af sambærilegum erfiðleikum og Ísland gengur nú í gegnum. Að auki er forsenda þess að hagkerfi geti yfirhöfuð rekið sig með viðskiptahalla að einhver sé reiðubúinn að fjármagna innflutning þess umfram útflutning. Því getur verið hjákátlegt að heyra í sömu setningunni lýst áhyggjum af því að viðskiptajöfnuðurinn snúist í halla og að þjóðarbúið hafi engan aðgang að erlendri fjármögnun.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Viðskiptajöfnuður.pdf