Verðlag hækkaði um 0,31% í apríl

Verðlag hækkaði um 0,31% í apríl

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,31% í apríl en spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,3-0,5%. Ársverðbólgan mælist 2,3% og er það þriðja mánuðinn í röð sem hún mælist innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Ef horft er til verðbólgu án húsnæðis nemur hún 1,0% og endurspeglar það hve þungt húsnæðis- og leiguverð vegur um þessar mundir. Líkur eru á staðan breytist lítið næstu mánuði; í mesta lagi gæti verðbólgan farið í skamman tíma yfir markmið Seðlabankans en þar er miðað við 2,5%. Mælingin var í takt við okkar spá og vóg þyngst hækkun húsnæðisliðarins en hann hafði 0,24% áhrif til hækkunar á VNV. Einnig hækkuðu flugfargjöld og eldsneyti, en báðir liðirnir höfðu 0,11% áhrif til hækkunar á vísitöluna. Til lækkunar vóg liðurinn matur og drykkjarvörur þyngst og hafði 0,09% áhrif til lækkunar en jafnframt lækkuðu gjaldskrár og höfðu 0,05% áhrif til lækkunar.

Sjá nánar 290414_Verðbólga_Apríl_Mæling.pdf