Lengt í Landsbankabréfinu: Stórt skref til afnáms hafta

Lengt í Landsbankabréfinu: Stórt skref til afnáms hafta

Líkt og Greiningardeild fjallaði um í Markaðspunktum sínum í lok apríl var útlit fyrir að þung afborgunarbyrði af skuldum Landsbankans við forvera sinn skapaði áhættu fyrir greiðslujöfnuð landsins, en útflæði gjaldeyris í tengslum við uppgjör skuldarinnar hefði ýmist getað valdið gengissigi eða ágangi á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þess vegna er mikið fagnaðarefni að nú hafi loksins náðst samningar milli gamla og nýja Landsbankans um lengingu skuldarinnar, en þannig er áhætta vegna misræmis á greiðsluflæði takmörkuð stórlega.

Sjá nánar: Lánalenging.pdf