Aðþrengdar aflandskrónur

Aðþrengdar aflandskrónur

Það þarf vart að tíunda að ein helsta ástæða þess að fjármagnshöft voru sett á íslenska hagkerfið árið 2008 var sú að erlendir aðilar höfðu komið sér upp verulegum skammtímastöðum í auðseljanlegum íslenskum eignum, sem þeir virtust vilja losa sig við hratt í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, enda ríkti mikil óvissa um undirstöður íslenska hagkerfisins og getu innlendra lántaka til þess að standa við skuldbindingar sínar.

Þegar litið er til geigvænlegrar hækkunar skuldatryggingarálags íslenska ríkisins virðast fjárfestar til dæmis hafa talið umtalsverðar líkur á því að ríkissjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar! Í ljósi þess er ekki að undra að þeir hafi jafnvel viljað selja íslenskar eignir við mjög hárri ávöxtunarkröfu og lágu gengi, en afleiðing þess hefði getað orðið mikill óróleiki á bæði fjármagns- og gjaldeyrismarkaði.

Í Markaðspunktum er reynt að leggja mat á þennan vanda og þróun hans frá upphafi.

Sjá nánar: Gjaldeyrisútboð.pdf