Verðbólguhorfur í ljósi lækkandi atvinnuleysis

Verðbólguhorfur í ljósi lækkandi atvinnuleysis

Þegar litið er til sambands verðbólgu og atvinnuleysis í gegnum áratugina leiðir það í ljós að þegar atvinnuleysi er undir jafnvægisatvinnuleysi (e. NAIRU) helst það gjarnan í hendur við launaþrýsing á vinnumarkaði og hækkandi verðbólgu. Á hinn bóginn þegar atvinnuleysi er yfir jafnvægisatvinnuleysi er verðbólga gjarnan lægri og myndar samband þessa tveggja hagvísa, atvinnuleysis og verðbólgu, svokallaða Phillips-kúrfu. Samvæmt mælingum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í mars mánuði 4,5% og hefur það farið lækkandi jafnt og þétt síðastliðin misseri, en lægst fór það í 3,8% síðastliðið haust. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort atvinnuleysi sé við eða jafnvel undir jafnvægisatvinnuleysi og hvort skapast geti launaþrýstingur á vinnumarkaði, með tilheyrandi verðbólgu, við núverandi atvinnuleysisstig og ef atvinnuleysi heldur áfram að lækka. Eins og sakir standa virðist ekki mikil hætta á að verulegt frávik frá jafnvægisatvinnuleysi sé að myndast en engu að síður verður áhugavert að fylgjast með hver þróunin verður á vinnumarkaði næstu mánuði og hvort merki um launaþrýsting kunni að koma fram þegar líður á árið.

Sjá nánar Verðbólga og atvinnuleysi.pdf