Spáum 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs í maí

Spáum 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs í maí

Greiningardeild Arion banka spáir 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs í (VNV) maí en Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni miðvikudaginn 29. maí. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka úr 2,3% í 2,5% en hækkun árstaktsins má rekja til þess að í maí mánuði í fyrra lækkaði VNV um 0,05%. Verðbólgan verður því áfram við verðbólguviðmið Seðlabankans og eru horfur á að ársverðbólgan fari nokkuð undir viðmiðið á næstu mánuðum. Bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði gerir ráð fyrir 0,3% hækkun í júní, 0,4% lækkun í júlí þegar sumarútsölur hefjast og 0,3% hækkun í ágúst. Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 2,1% í ágúst.

Sjá nánar 1605414_Verðbólga_Maí_Spá.pdf